Google
Google
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Verð á hlutabréfum í Google, stærsta leitarvef heims, hækkaði um tæp 13% þegar ársfjórðungsuppgjör fyrirtæksins var kynnt. Uppgjörið var eitt það besta í sögu fyrirtækisins og stóðu fjárfestar í röðum eftir að kaupa bréf í Google. Hlutbréfverð hækkaði í 69 dollara á hlut. Samkvæmt útreikningum Norska viðskiptavefsins e24.no þýðir þetta 22 milljarða dollara verðmætaaukning hjá Google, jafnvirði 2.600 milljarðar króna.

Eins og áður hefur verið greint frá jókst hagnaður Google um 36% milli ára. Hagnaðurinn nam 2,51 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Á sama tíma fyrir ár nam hagnaðurinn 1,84 milljörðum.