Asos tilkynnti um methagnað á síðasta reikningsári, sem lauk 31. ágúst síðastliðinn. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt jókst um 145% milli ára og var 80 milljónir punda, samanborið við 32,7 milljónir í fyrra. Sala fyrirtækisins jókst um 1,88 milljarða punda. Í frétt á vef BBC segir að fyrirtækið, sem selur aðallega vörur til fólks á þrítugsaldri, vænti 25%-30% söluaukningar.

Sala félagsins jókst um 16% á heimamarkaði en um 47% á alþjóðavettvangi. 135 milljón heimsóknir voru á vef fyrirtækisins í ágúst samanborið við 117 milljónir á sama tíma í fyrra. Um 15 milljón manns eiga í reglegum viðskiptum við Asos, sem er leiðandi fyrirtæki í netverslun á heimsvísu.