Julian Assange stofnandi Wikileakes mun fá að dvelja áfram í sendiráði Ekvador í London. Nýkjörinn forseti Ekvador Lenin Moreno segir að hann sé tilbúin veita Assange áframhaldandi hæli.

Moreno er þó mun meira gangrýnin á Assange en fyrrverandi forseti og hefur kallað hann tölvuþrjót. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London síðan handtökuskipun var gefin út á hendur honum árið 2012. Segir Moreno virða þá stöðu sem Assange er í en hefur varað hann við því að reyna að hafa áhrif á stjórnmál í Ekvador.

Handtökuskipunin var gefin út á hendur Assange vegna nauðgunarákæru sem beið hans í Svíþjóð. Fyrr í þessum mánuði felldu sænskir saksóknarar ákæruna niður og vonaðist þá Assange eftir að geta fengið að vera frjáls ferða sinna. Assange varð hins vegar ekki að ósk sinni þar sem breska lögreglan vill handtaka hann fyrir að hafa rofið skilorð þegar hann sóttist eftir hæli í ekvadorska sendiráðinu.

Þetta mun vera ástæða þess að Moreno er tilbúinn að veita Assange áframhaldandi hæli þar sem breska lögreglan vill ekki leyfa honum að ganga frjálsum. Assange telur að verði hann handtekinn verði hann framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða réttarhöld vegna opinberunar hans á fjölda bandarískra trúnaðargagna.