„Við ákváðum að færa síðuna okkar nær nútímanum, gera hana notendavænni fyrir spjaldtölvur og farsíma enda stór hluti viðskiptavina okkar á ferðalagi þegar þeir nota síðuna,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Vefsíða Fríhafnarinnar hefur verið tekin í gegn og er hún m.a. hraðvirkari en sú eldri. Síðan nýja, dutyfree.is fór í loftið í gær. Þar verður m.a. hægt að panta vörur og láta hafa þær tilbúnar áður en farið er í fríið eða komið aftur til landsins eftir dvöl erlendis.

Ásta Dís bendir á að það sama eigi við um síðuna nýju og Fríhöfnina, sem hefur verið að ganga í gegnum endurmörkun (rebranding) síðastliðin tvö ár. Fríhöfnin fær nýtt útlit og vörumerkinu breytt.

Ásta Dís segir alla ásýnd fyrirtækisins að breytast um þessar mundir. Þær verði sýnilegar á næstu tveimur vikum en heimasíðan ætti að gefa vísbendingar um breytt útlit Fríhafnarinnar. Til merkis um það að mikið er í gangi í Fríhöfninni er opnun nýrrar verslunar og aukin áhersla í Fríhöfninni á íslenskar vörur.

Vefsíða Fríhafnarinnar