Ásta Möller, fyrrverandi Alþingismaður, hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri starfsmannamála Háskóla Íslands frá 1. september 2016.

Ásta lauk BSc gráðu í hjúkrunarfræði 1980 og MPA meistaranámi 2006, við sama skóla.

Ásta hefur meðal annars verið forstöðumaður Stofunnar stjórnsýslu og stjórnmála hjá Stjórnmálafræðideild HÍ 2010-2014, en hún hefur síðastliðin tvö ár starfað á skrifstofu rektors meðal annars við stjórnsýsluúttektir á rannsóknarstofnunum og stjórnsýslu skólans.

Ásta var alþingismaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 1999-2998. Hún hefur einnig verið formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Hún var einnig kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999.