Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn í dag, í salnum Háteigi klukkan15:00 á fjórðu hæð Grand Hótels í Sigtúni.

Til fundarins er boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins,  helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson sem er er starfandi forstjóri stofnunarinnar að því er segir á vef stofnunarinnar.