ORF líftækni hefur ráðið Ástu Pétursdóttur til starfa sem alþjóðlegan vörumerkjastjóra BIOEFFECT. Ásta hefur reynslu af markaðsstörfum og verkefnastjórnun. Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem framkvæmdastjóri ÍMARK, en áður starfaði hún m.a. sem rekstrarstjóri Blue Lagoon spa. Ásta hefur lokið meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásta er gift Inga Rafnari Júlíussyni, viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn.

„Undanfarin ár hefur BIOEFFECT vörumerkið vaxið hratt og smásöluvelta þess á erlendum mörkuðum nemur nú um 40 milljónum bandaríkjadala á ári. Hlutverk Ástu felst í að vinna að áframhaldandi framþróun vörumerkisins og styrkja grundvöll áframhaldandi söluvöxtur, jafnt á innlendum sem og erlendum mörkuðum,“ segir í tilkynningu frá ORF.