Það mæðir mikið á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, þessa dagana og víða er gantast með það að hún stýri einum óstýrilátasta vinnustað landsins. Ásta Ragnheiður hefur nú setið á þingi í 17 ár en hún var fyrst kjörin á þing fyrir Þjóðvaka árið 1995.

Ásta Ragnheiður hefur þó komið víða við og það er alþekkt að hún var plötusnúður í Glaumbæ hér á árum áður auk þess sem nú þeytti skífum í Tónabæ og Klúbbnum sáluga.

Samstarfsmenn Ástu Ragnheiðarláta vel af henni á þinginu. Hún þykir rökföst, trygg og umfram allt vel að sér í þingsköpum – sem skiptir jú miklu máli í hennar starfi. Þá þykir Ásta Ragnheiður sanngjörn gagnvart pólitískum andstæðingum og þá má sérstaklega heyra almenna ánægju með störf hennar meðal stjórnarandstöðunnar, ef undan er skilin Hreyfingin.

Nánar er fjallað um Ástu Ragnheiði í fólksumfjöllun Viðskiptablaðinu. Þar er m.a. rifjað upp að hún hóf pólitískan feril sinn í Framsóknarflokknum. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.