Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti Alþingis, hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra 100 ára afmælishátíðar kosningarréttar kvenna.

Alls barst 81 umsókn um starfið,  sem auglýst var laust til umsóknar. Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna er á næsta ári og stendur til að halda upp á tímamótin með veglegum hætti.

Í september var kosin fimm manna framkvæmdanefnd sem mun móta endanlegar tillögur og annast frekari undirbúning fyrir afmælisárið 2015 með Ástu Ragnheiði.

Í framkvæmdanefndina voru kjörin Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Steinunn Stefánsdóttir blaðamaður og formaður Kvenréttindafélags Íslands, Kolbrún Halldórsdóttir formaður Bandalags ísl. listamanna og fyrrv. alþingismaður, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Siv Friðleifsdóttir, fyrrv. alþingismaður.