Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji það löngu tímabært að ljúka þingfundum. Það sé hægt að gera á einum degi. Þá segir Ásta Ragnheiður að henni hugnist ekki að halda þingstörfum áfram í júlí en hins vegar sé rétturinn til þingfrestunar hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Sem fyrr segir er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag. Sem kunnugt er ríkir mikil óvissa um lok þingstarfa þetta vorið þar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stór og veigamikil mál sem þarfnast mikillar umræðu á þinginu.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, efnahags- og viðskiptaráðherra að ekki komi til greina að láta undan kröfum minnihlutans í lykilmálum, s.s. sjávarútvegsmálunum tveimur sem eru til  umræðu í þinginu.

Umræður á Alþingi
Umræður á Alþingi
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)