*

mánudagur, 25. október 2021
Fólk 16. ágúst 2021 16:08

Ásta stýrir stafrænum miðlum BYKO

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stafrænna miðla hjá BYKO en um nýja stöðu er að ræða.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stafrænna miðla hjá BYKO en um nýja stöðu er að ræða í markaðsdeild fyrirtækisins, undir nýju sviði Framþróun verslunar og viðskiptavina. Greint er frá ráðningunni í fréttatilkynningu.

Ásta mun sjá um markaðssetningu og samskipti við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla BYKO, þ.m.t. Facebook, Instagram, LinkedIn og markpóst. Hún hefur starfað við markaðsmál sl. 6 ár, m.a. hjá bílaumboðinu Heklu, Árvakri og nú síðast sem verkefnastjóri hjá auglýsingastofunni Sahara. 

„Ásta Sigríður er afar velkomin viðbót í markaðsdeild BYKO. Eitt af megin stefnumarkmiðum BYKO er persónumiðuð heildarupplifun viðskiptavina og mun þekking Ástu og reynsla nýtast vel í þeirri vegferð. Stafrænir markaðssetning er sífellt að verða mikilvægari þáttur í heildarstarfi hvers fyrirtækis og því afar mikilvægt að auka þekkingu okkar þar. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Ástu og bjóðum hana velkomna í öfluga liðsheild,“ segir Árni Reynir Alfredsson markaðssstjóri BYKO í fréttatilkynningu.