Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stafrænna miðla hjá BYKO en um nýja stöðu er að ræða í markaðsdeild fyrirtækisins, undir nýju sviði Framþróun verslunar og viðskiptavina. Greint er frá ráðningunni í fréttatilkynningu.

Ásta mun sjá um markaðssetningu og samskipti við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla BYKO, þ.m.t. Facebook, Instagram, LinkedIn og markpóst. Hún hefur starfað við markaðsmál sl. 6 ár, m.a. hjá bílaumboðinu Heklu, Árvakri og nú síðast sem verkefnastjóri hjá auglýsingastofunni Sahara.

„Ásta Sigríður er afar velkomin viðbót í markaðsdeild BYKO. Eitt af megin stefnumarkmiðum BYKO er persónumiðuð heildarupplifun viðskiptavina og mun þekking Ástu og reynsla nýtast vel í þeirri vegferð. Stafrænir markaðssetning er sífellt að verða mikilvægari þáttur í heildarstarfi hvers fyrirtækis og því afar mikilvægt að auka þekkingu okkar þar. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Ástu og bjóðum hana velkomna í öfluga liðsheild,“ segir Árni Reynir Alfredsson markaðssstjóri BYKO í fréttatilkynningu.