Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir von­brigði að enn sé svo mikil spenna í hag­kerfinu að það sé þörf fyrir því að hækka stýri­vexti. Hann segist opinn fyrir því að auka að­hald í ríkis­fjár­málum en stóru von­brigðin séu þau að sam­tal stjórn­valda og vinnu­markaðarins hafi engu skilað síðast­liðinn ára­tug.

„Það eru von­brigði að við séum enn í þessum fasa að vera með þetta mikla spennu í hag­kerfinu og þörf fyrir vaxta­hækkanir. Það gefur okkur á­stæðu til þess að skoða hvort auka þurfi enn frekar að­haldið miðað við það sem við kynntum við fram­lagningu fjár­mála­á­ætlunar,“ segir Bjarni.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hækkaði í gær vexti um 1,25 prósentu­stig, úr 7,5% í 8,75%. Nefndin hækkaði jafn­framt bindi­skyldu inn­láns­stofnana úr 1% í 2%.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði