Horfurnar fyrir alþjóðahagkerfið hafa skánað að undanförnu að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en að sama skapi eiga ríkisstjórnir heims ennþá erfitt verk fyrir höndum þegar kemur að því að halda niðri verðbólgu og á sama tíma tryggja hagvöxt.

Fram kemur í nýrri skýrslu sjóðsins að samdráttur eigi sér stað í eftirspurn í mörgum þróuðum hagkerfum en á sama tíma fari verðbólga allstaðar vaxandi – sérstaklega í nýmarkaðsríkjum. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að alþjóðahagkerfið muni vaxa um 4,1% á þessu ári en hafði áður spáð 3,7% vexti. Búist er við 3,9% hagvexti á næsta ári.