*

mánudagur, 20. janúar 2020
Fólk 31. júlí 2018 11:31

Ásthildur nýr bæjarstjóri Akureyrar

Ákveðið hef­ur verið að ganga til samn­inga við Ásthildi Sturlu­dótt­ur um að taka að sér starf bæj­ar­stjóra á Ak­ur­eyri.

Ritstjórn
Ásthildur Sturludóttir nýr bbæjarstjóri Akureyrarbæjar
Aðsend mynd

Ákveðið hef­ur verið að ganga til samn­inga við Ásthildi Sturlu­dótt­ur um að taka að sér starf  bæj­ar­stjóra á Ak­ur­eyri. Þetta kemur fram á mbl.is. Hún tek­ur við af Ei­ríki Birni Björg­vins­syni sem var bæj­ar­stjóri síðustu átta ár.

Alls sóttu 18 um starf bæj­ar­stjóra en 2 um­sækj­end­ur drógu um­sókn­ir sín­ar til baka.  Eft­ir úr­vinnslu um­sókna og viðtöl ákvað meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar að ganga til samn­inga við Ásthildi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Ak­ur­eyr­ar­bæ.

Ásthild­ur starfaði sem bæj­ar­stjóri í Vest­ur­byggð frá ár­inu 2010. Hún er upp­al­in í Stykk­is­hólmi og er með BA-próf í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Pu­blic Adm­in­istrati­on) í op­in­berri stjórn­sýslu frá PACE Uni­versity í New York. Ásthild­ur starfaði áður sem verk­efn­is­stjóri  á rektors­skrif­stofu og markaðs- og sam­skipta­sviði Há­skóla Íslands. Hún var einnig verk­efn­is­stjóri við bygg­ingu tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi og at­vinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.