Samfélagsmiðillinn LinkedIn var skapaður til að vera eins konar facebook fyrir fólk í atvinnuleit og atvinnurekendur. Þar má setja inn æviágrip sitt, mynd og upplýsingar sem atvinnurekendur geta rekist á og sett sig í samband við mann. En í auknum mæli er fólk einnig að finna ástina á LinkedIn.

Financial Times greinir frá því að ein kona, Kristin, sem bjó í Arizona hafi verið að leita sér að vinnu í Kaliforníu og setti sig í samband við mann sem heitir Adam í San Diego til að fá ráð í atvinnuleitinni. Þau áttu margt sameiginlegt og áður en hún vissi af voru þau orðin ástfangin. Hún fann starf í Kaliforníu, flutti þangað og nú eru þau að gifta sig.

Annað dæmi er saga Joe frá Massachusetts sem fann æskuástina á LinkedIn, skoðaði síðuna hennar en setti sig ekki frekar í samband við hana. Hún sá að hann hafði skoðað síðuna hennar, setti sig í samband við hann og þau giftu sig á síðasta ári.

Í fyrra var snjallsímaforritið LinkedUp þróað þar geta notendur skoðað upplýsingar og síður af LinkedIn til að leita að ástinni þar geta notendur „líkað við" síðu einhvers eftir að hafa skoðað æviágrip þeirra, meðmælendur og mögulegar tekjur. Vert er að athuga að LinkedIn tengist þessu forriti ekki.