Nýlega var skráð hlutafélagið Aðrir ehf. utan um framleiðslu kvikmyndarinnar „Fyrir framan annað fólk“. Tökur á kvikmyndinni munu hefjast í sumar og er stefnt að frumsýningu hennar snemma á næsta ári. Að sögn Helgu Margrétar Reykdal, framkvæmdastjóra True North sem kemur að framleiðslu kvikmyndarinnar, er hún rómantísk gamanmynd.

„Aðalpersónan heitir Húbert sem er það sem kallast félagsfælinn grafískur hönnuður,“ segir Helga. „Þ.e.a.s. hann á mjög erfitt með samskipti við annað fólk en þá kannski sérstaklega við konur. Svo þegar hann verð­ ur ástfanginn grípur hann til þess ráðs að herma eftir yfirmanni sínum sem er alveg óforbetranlegur kvennabósi. Hann gerir það í gríni og stúlkan áttar sig á því að það er í gríni og þessi eftirherma fer að fleyta honum ansi vel áfram. Svo kemur hún honum líka svolítið um koll.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .