Þór Kristjánsson, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Actavis Group hf. síðan í júní 2003 mun láta af störfum hjá félaginu þann 1.september nk. Þór mun þó áfram vera félaginu til ráðgjafar í málefnum sem snúa að ytri vexti og fyrirhugaðri skráningu á erlendan hlutabréfamarkað.

Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Þór mun í framtíðinni einbeita sér að verkefnum tengdu eignarhaldsfélaginu Samson, en hann á sæti í stjórnum Burðarás, Eimskipafélags Íslands og fleiri íslenskum félögum. ?Þór hefur skilað mjög góðu starfi þann tíma sem hann hefur verið hjá Actavis og mig langar fyrir hönd framkvæmdastjórnar félagsins að þakka honum fyrir framlag sitt. Þá er ánægjulegt að hann verði okkur til halds og trausts sem ráðgjafi svo við getum áfram notið reynslu hans," sagði Róbert Wessman, forstjóri Actavis.