Sigurjón Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Medcare, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og ráðast í stofnun nýs frumkvöðlafyrirtækis á sviði svefnrannsókna. Eftir að hafa verið einn af frumkvöðlum Flögu og síðar Medcare árið 1994 hefur hann verið einn af lykilstjórnendum félagsins síðustu 11 árin. "Hans verður saknað", segir David Baker, nýráðinn forstjóri Medcare, í tilkynningu sem send er til Kauphallarinnar.

"Það er aftur á móti ekki óalgengt að stofnendur færi sig til þegar fyrirtæki hafa náð ákveðnum áfanga og takist á við ný verkefni". Sigurjón bætti við ?Það er mjög spennandi að takast aftur á við að byggja upp fyrirtæki. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með Medcare á nýjan hátt sem viðskiptavinur. Ég tel að fyrirtækið sé nú komið í þá stöðu að geta verið heimsleiðtogi á sínu sviði og ér er viss um að það teymi sem þar er muni ná frábærum árangri". Sigurjón starfar áfram hjá Medcare fram til 31. ágúst.