Sérfræðingar telja að þegar hafi framlög írska ríkisins til Anglo Irish bankans numið um 35 milljörðum evra eða 5.400 milljörðum króna. Nemur þetta 1/5 af þjóðarframleiðslu Íra.

Til samanburðar er fjárhæðin tæplega helming skulda íslenska bankakerfisins þegar þeir féllu. Írsk stjórnvöld ákvaðu, öfugt við íslensk, að bjarga bankakerfinu.

Dýrasti liðurinn í þeirri björgun er talin vera aðstoðin við Anglo Irish bankann. Leynd er yfir hversu há fjárhæðin er nákvæmlega.

Stjórnarandstaðan á Írlandi hefur gagnrýnt aðstoðina og vill að kosið verði að nýju til þingsins. Lækkun lánshæfismat Anglo Irish bankans í gær olli því að evran lækkaði gagnvart Bandaríkjadal.