*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 12. júní 2017 17:24

Ástráður fer fram á bætur

Ástráður Haraldsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna skipan dómara í Landsrétt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna skipunar dómara í Landsrétt. Málið verður þingfesti í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstkomandi miðvikudag. Fréttastofa Rúv greinir frá þessu og vísar í stefnu Ástráðs sem fréttastofan hefur undir höndum.

Ástráður var einn þeirra fjögurra sem var á lista dómnefndar sem mat hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt. Hann var hins vegar ekki á þeim lista sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lagði fram og var því ekki skipaður sem dómari við Landsrétt.

Í stefnu Ástráðs er að finna fjórar kröfur. Í fyrsta lagi fer hann fram á að dómstóll ógildi ákvörðun dómsmálaráðherra um að leggja til að hann yrði ekki skipaður dómari. Í örðu lagi er farið fram á að bótaréttur hans vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra verði viðurkenndur. Hann fer auk þess fram á milljón krónur í miskabætur vegna þeirrar ólögmætu meingerðar gegn æru hans sem í ákvörðuninni fólst og að ríkið greiði málskostnað.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is