Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfiseinkunnir þriggja banka í Ástralíu. Rökin, að mati Fitch, eru þau að bankar þar í landi þurfa að treysta að stórum hluta á erlent lánfjármagn. Skuldakreppunni á evrusvæðinu má kenna um að lántökukostnaður hefur hækkað mikið um þessar mundir.

Í frétt Wall Street Journal um málið segir m.a. að bankanir sem Fitch lækkaði eru Commonwealth Bank of Australia, Westpac Banking Corp. og National Australia Bank.

Lánshæfiseinkunn bankanna fer úr AA í AA-.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Stjórnendur þriggja ástralskra banka brosa væntanlega ekki svona mikið í dag