Ástralski forsætisráðherrann, Malcolm Turnbull sagði að bæði Ástralía og Bretland væru ákveðin í að koma upp fríverslun landanna á milli mjög fljótlega eftir að Bretland yfirgefur Evrópusambandið.

Erum spennt

„Þeir verða að koma á fríverslunarsamningum og við erum mjög spennt og styðjum það. Við veitum Bretlandi eins mikla aðstoð og mögulegt er varðandi aðferðarfræði,“ sagði Turnbull fréttamönnum í Hangzhou í Kína þar sem G20 fundur helstu efnahagsríkjum heims fer fram.

Obama og May vilja minnka neikvæð áhrif úrsagnar

Á fundinum reyndu bæði Obama Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands að draga úr áhrifunum af úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Lögðu þau mikla áherslu á náið samstarf landanna tveggja og lýstu yfir vilja til að auka það eins og frekast væri kostur.

„Ég hélt Theresu því að við myndum vera í nánum samskiptum við hana á meðan hún og ríkisstjórn hennar færi sig nær Brexit samningaviðræðunum til að tryggja að þær hafi ekki neikvæð áhrif á viðskipti á milli Bandaríkjanna og Bretlands,“ sagði Obama.

„Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að afleiðingar ákvörðunarinnar muni ekki eyðileggja traust og sterkt efnahagslegt samband ríkjanna.“