Fjárfestar virðast enn tilbúnir að taka áhættu fyrir væna ávöxtun, ef marka má gengi ástralska dollarsins og hlutabréfavísitölur í Suður-Kóreu. Gengi ástralska dalsins hefur ekki verið hærra í 29 ár. Myntin í Ástralíu hefur haft tilhneigingu til þess að vera hátt skráð á markaði þegar efnahagur heimsins er í góðum málum. Þá var enn eitt metið slegið á hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu.

Markaðir í Evrópu og víðar eru lokaðir í dag en voru opnir á öðrum stöðum, meðal annars í ríkjum Asíu.  Verð á gulli hélt áfram að hækka, en það er nú í fyrsta sinn yfir 1.500 dollurum. Verðið er nú um 1.517 dollarar á únsu, samkvæmt frétt Reuters.