Breska flugfélagið Astraeus skilur eftir sig óverulegar skuldir gagnvart Keflavíkurflugvelli. Skuldir félagsins munu vera lágar og einskorðast við lendingagjöld sem systurfélagið Iceland Express hefur staðið straum af hér á landi.

Svipaða sögu er að segja af Iceland Express, að sögn talsmanns Isvaia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann bætir við að flugfélög hafi í gegnum tíðina ekki komist upp með það að safna skuldahala á vellinum.

Greint var frá því um hádegisbil í dag að allt stefndi í gjaldþrot hjá Astraeus í dag. Flugfélagið er í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs, sem jafnframt er eigandi íslensku ferðaskrifstofunnar Iceland Express. Fengur er í eigu Pálma Haraldssonar. Félagið hefur nú hætt starfsemi og er það komið í slitameðferð.