*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 21. nóvember 2011 14:58

Astraeus skuldar lítið í Keflavík

Breska flugfélagið Astraeus skuldar nánast ekkert af lendingagjöldum á Keflavíkurflugvelli.

Ritstjórn
Pálmi Haraldsson.

Breska flugfélagið Astraeus skilur eftir sig óverulegar skuldir gagnvart Keflavíkurflugvelli. Skuldir félagsins munu vera lágar og einskorðast við lendingagjöld sem systurfélagið Iceland Express hefur staðið straum af hér á landi.

Svipaða sögu er að segja af Iceland Express, að sögn talsmanns Isvaia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann bætir við að flugfélög hafi í gegnum tíðina ekki komist upp með það að safna skuldahala á vellinum.

Greint var frá því um hádegisbil í dag að allt stefndi í gjaldþrot hjá Astraeus í dag. Flugfélagið er í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs, sem jafnframt er eigandi íslensku ferðaskrifstofunnar Iceland Express. Fengur er í eigu Pálma Haraldssonar. Félagið hefur nú hætt starfsemi og er það komið í slitameðferð.