87% stjórnenda telja aðstæður í efnahagslífinu slæmar. Þetta leiddu niðurstöður ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins í ljós. Könnunin var gerð fyrir Samtök Atvinnulífsins og niðurstöðurnar má finna á vef samtakanna. Að mati 1% stjórnenda eru aðstæður góðar 12% telja aðstæður hvorki góðar né slæmar.

Örlítillar bjartsýni gætir á meðal stjórnenda hvað varðar framtíðarhorfur en 31% svarenda telja að aðstæður verði betri eftir hálft ár. Þó telja 28% að þær verði verri og 41% telur að þær verði óbreyttar. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem fleiri telja aðstæður batnand en versnandi næstu sex mánuði.