Stofnun Sigurðar Nordal og Verslunarráð Íslands efna til fundar næstkomandi þriðjudag, 19. apríl um athafnalandið Ísland. Fundurinn er haldinn í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Ragnars í Smára. Á fundinum verður leitast við að svara spurningum um hvaða áhrif hugarfar þjóða hafi á árangur þeirra í viðskiptum og hvers vegna sumum þjóðum vegnar betur en öðrum.

Ingimundur Sigfússon formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordal opnar fundinn og Davíð Scheving Thorsteinsson sem mun minnast Ragnars í Smára. Itamar Even-Zohar prófessor við Háskólann í Tel Aviv mun flytja erindi sem nefnist "Mannauður og árangur þjóða", Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur flytur erindi sem nefnist "Víkingar efnisins" og loks mun Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis flytja erindi sem nefnist "Athafnamenning og athafnalíf".

Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 14-16:30 og er fundargjald 2000 kr.