Innovit hleypti af stokkunum svokallaðri Athafnateygju fyrir tveimur árum sem heitir nú „Action-Band“ þar sem hún fór til um 10 landa nú í nóvember í tilefni Alþjóðlegrar athafnaviku. Athafnateygjan felst í því að fólk fær gúmmíarmband og kemur einhverju í framkvæmd sem það skráir á action-band.com og lætur teygjuna svo ganga áfram til að hvetja aðra til verka.

Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Athafnavikunnar á Íslandi, segir verkefnið mjög jákvætt og skemmtilegt og að þátttakendur taki upp á mjög fjölbreyttum athöfnum, sumir komu sér loksins í ræktina á meðan aðrir glöddu samstarfsmenn með súkkulaði.

Stærstu fyrirtæki landsins tóku sum þátt og annað árið í röð var Actavis langathafnasamasta fyrirtækið með yfir 100 athafnir.