Alþjóðabankinn íhugar nú að setja 85 milljónir dala í samfélags-og þróunaraðstoð í Burma. Bankinn hefur ekki veitt landinu slíka aðstoð í 25 ár eins og kemur frma á vef BBC.

Peningarnir eru hugsaðir til að byggja upp grunnviði samfélagsins eins og skóla. Í tilkynningu bankans segir Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, að Burma hafa verið eingangrað of lengi og nú þurfi að veita landinu aðstoð eftir þær endurbætur sem ríkisstjórnin þar í landi hefur staðið fyrir.

Einnig er tekið fram að þetta sé einn liður í því að útrýma fátækt. Vegna erfiðleika hefur Burma ekki greitt af lánum sínum í Alþjóðabankanum í 25 ár og skuldar bankanum 397 milljónir dala. Unnið verður að samkomulagi varðandi þau lán. Ef fer sem horfir mun Burma síðan eiga möguleika á fá vaxtalaus lán frá bankanum í byrjun árs 2013.