Vegna umfjöllunnar um starfslok undirritaðs í Viðskiptablaðinu í gær skal eftirfarandi tekið fram. Á síðasta aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík var starfslokasamningur minn skýrður. En hann hljóðar þannig að undirritaður lætur af störfum sem sparisjóðsstjóri á miðju ári en starfar áfram við hlið nýs sparisjóðsstjóra til áramóta. Þá skal hann fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest eða rúmlega 13 milljónir króna. Engin önnur ákvæði eru varðandi mín starfslok.

Virðingafyllst,

Geirmundur Kristinsson, fyrrv. Sparissjóðsstjóri SpKef

Ritstjórn Viðskiptablaðsins vill árétta að frétt blaðsins byggði á upplýsingum frá fráfarandi stjórnarformanns SpKef.

Viðbót klukkan 15:09

Góðan dag

Undirritaður vill taka fram vegna fréttar VB um starfslok Geirmunar Kristinssonar hjá Spkef var haft eftir undirrituðum að mánaðarlaun hans hefðu verið um 3 milljónir á mánuði þá var missagt af minni hálfu og skal dregið til baka.  Ég staðfesti hins vegar að yfirlýsing Geirmundar frá því fyrr í dag er  rétt og nákvæmlega í samræmi við það sem samið var um á þeim tíma.

Með kveðju,

Kristján Gunnarsson fyrverandi stjórnarformaður SpKef