Icelandair réð nýlega 18 flugmenn til starfa og Norlandair áformar að ráða 3 til 4 flugmenn, að því er kemur fram í nýju fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Morgunblaðið greinir frá í dag. Nýir flugmenn Icelandair hefja þjálfun í byrjun árs 2013 og hefja störf í vor. Þá verður kominn aftur til starfa hópur flugmanna sem nú er í uppsögn.

Haft er eftir Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra FÍA, að ráðningarnar séu mjög jákvæðar fyrir flugmannastéttina, sérstaklega að vöxtur komi innan frá en byggist ekki á leiguflugi eða flugi fyrir aðra.