*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2013 15:51

Átján sjónvarpsstöðvar sýna frá leiknum

Sjónvarpsstöðvar víða um heim munu sýna beint frá umspili Íslendinga og Króata.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Mikill áhugi er fyrir leik Íslands og Króatíu sem fer fram á Laugardalsvelli í dag. Alls munu átján sjónvarpsstöðvar sýna leikinn í beinni útsendingu.

Á meðal sjónvarpsstöða sem sýna leikinn eru þýska stöðin ZDF, Astro í Malasíu, TV4 í Svíþjóð, Madison í Kína, Starhub í Singapúr, Fuji í Japan, Setanta í Ástralíu, Sport TV í Portúgal, Canal+ í Frakklandi, arabíska stöðin Al Jazeera og ESPN.

Stikkorð: Landsleikur