Englandsbanki (Seðlabanki Bretlands) hefur skipað bönkum í Bretlandi að auka við sveiflujafnandi eiginfjárauka (e. countercyclical capital buffer rate) um 0,5%. Seðlabankinn segir að bankar þurfi að gera þetta til að undirbúa sig fyrir versnandi efnahagsástand. Seðlabankinn vonast til að aðgerðirnar styðji við lánveitingar á þeim tímum.

Í tilkynningu frá bankanum segir að áhætta tengdri innlendri lánveitingu sé að aukast og erlendir áhættuþættir sem geta haft áhrif á Bretland, óbeint, séu að aukast. Hann sagði einnig að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu sé einn stærsti skammtíma innlendi áhættuþátturinn fyrir fjárhagslegan stöðugleika.

Bankinn segir að aðgerðunum sé ætlað að ætlað að draga úr þeirri hneigð banka að auka við lánveitingar á þenslutímum og að drega verulega úr lánveitingum á samdráttartímum; en bankinn segir að það auki við skaðleg áhrif hagsveiflna.