Frá og með áramótum munu verður tilgreint í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna féllu. Hingað til hafa þessar upplýsingar verið birtar einu sinni á ári ðí Ársskýrslu Seðlabankans.

Með þessari breytingu er komið til móts við eina af tillögum starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins um endurmat á ramma peningastefnunar. Breytingin er sögð miða af því að auka gagnsæi varðandi ákvörðunartöku peningastefnunefndar.

Á síðasta fundi nefndarinnar var fjallað um væntanlega greinargerð Seðlabankans til forsætisráðherra um afstöðu bankans til þeirra tillagna starfshópsins um ramma peningastefnunnar sem snúa að breytingum á verklagi í peningastefnunefnd og í Seðlabankanum.

Í þeim niðurstöðum kemur meðal annars fram að peningastefnunefndin telji ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans.

Viðbrögð nefnarinnar við tillögunum má lesa í heild sinni hér .