*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 5. nóvember 2016 09:01

Atkvæði og umfjöllun

Framsókn og Samfylking nutu umfjöllunar sem ekki skyldi, meðan Sjálfstæðismenn og VG fengu meira kjörfylgi en umfjöllun.

Ritstjórn

Kosningabaráttan var stutt og snörp, hófst raunar varla fyrr en þingi var slitið með faðmlögum, blómum og öðrum friðartáknum, sem bentu til þess að þingmenn væru að misskilja hlutverk sitt.

Þegar horft er á fjölmiðlaumfjöllun síðustu tvær vikur sést að stjórnarflokkarnir hafa enn sem fyrr nokkurt forskot á aðra flokka, en þó saxast talsvert á það.

Súluritið fyrir miðju er þó ekki síst athyglisvert, því þar má bera saman hlut í fjölmiðlaumfjöllun og atkvæðahlutfallið sem menn báru svo úr býtum (gegnsæjar súlur). Þar sést vel að Framsókn og Samfylking nutu umfjöllunar ekki sem skyldi, meðan Sjálfstæðismenn og Vinstrigrænir fengu talsvert meira af atkvæðum en umfjöllun.