Samkvæmt aðalskipulagi Reykjanesbæjar er áætlað að byggja 4.800 íbúðir á næstu árum, þó er rúm fyrir fleiri ef eftirspurn skapast.

Á næsta leiti er úthlutun á 970 íbúðum í Dalshverfi ásamt 130 lóðum í Ásahverfi. Þessi hverfi eru hluti af þeirri framtíðaruppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu ásamt fleiri íbúðasvæðum.

Þetta kemur fram í skýrslu KPMG sem lögð var fyrir iðnaðarnefnd Alþings vegna Verne Holding.

Samkvæmt deiliskipulagi í Sandgerði er áætlað að byggja um 270 íbúðir á næstunni. Einnig má búast við mikilli aukningu í Garðinum og Vogum þar sem fyrirhugað er að úthluta 300 lóðum. Á Suðurnesjum hefur orðið rúmlega 20% mannfjölgun síðustu fimm ár.