Sunnudaginn 22. maí lenti farþegaþota frá litháenska flugfélaginu Aurela Air á Egilsstaðaflugvelli, í fyrsta vikulega fluginu milli Kaupmannahafnar og Egilsstaða, á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic á Akureyri. Í þessu fyrsta flugi voru aðeins sex farþegar en fimmtíu farþegar fóru með flugvélinni frá Egilsstöðum í morgun.

Ferðaskrifstofan hefur gert samning við ítalska verktakann Imfregilo um flutning starfsmanna milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar og munu þeir verða kjölfestan í flutningum ferðaskrifstofunnar á þessari leið. Flugvélin sem notuð er í þetta flug er af gerðini YAK 42 og getur tekið um 120 farþega.