Lánasjóður sveitarfélaga áætlar að ný útlán sjóðsins verði á bilinu 12 – 24 milljarðar króna á árinu 2009, sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2008.

Í áætlun Lánasjóðsins, sem hefur verið birt í Kauphöllinni kemur fram að sjóðurinn áætlar er að greiða lánadrottnum sínum á bilinu 5 - 7 milljarða króna árið 2009.  Lánasjóðurinn áætlar að afborganir sveitarfélaga af lánum til lánasjóðsins verði á bilinu 7 - 9 milljarðar króna árið 2009.

Lánasjóður sveitarfélaga lánar eingöngu það fé sem hann hefur fengið að láni, því veltur áætlun um útlán alfarið á því hvernig gengur að afla lánsfjár á árinu. Þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi enn ekki samþykkt fjárhagsáætlanir fyrir 2009 þykir okkur ljóst er að töluverð ásókn verður í lánsfé frá sjóðnum og augljóslega ekki útséð með hvort sjóðurinn nær að afla fjár til að mæta öllum þeim óskum.

Í tilkynningu sjóðsins kemur fram að áætlun þessi miðast við núverandi aðstæður á markaði. Verði breytingar á markaðsaðstæðum má reikna með að ofangreind áætlun geti breyst. Lánasjóður sveitarfélaga endurskoðar áætlanir sínar hálfsárslega og oftar ef þörf krefur.