Flugfélagið Atlanta skilaði um 3,6 milljóna dollara hagnaði á síðasta ári eða sem samsvarar um 400 milljónum íslenskra króna. Atlanta sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi skilaði svipaðri afkomu í fyrra eða hagnaði upp á 3,4 milljónir dollara. Samtals námu tekjur félagsins um 293 milljónum dollara eða um 4 milljónum dollara meira en á síðasta ári. Ekki er gert ráð fyrir arðgreiðslu til Haru Holding, eina hluthafa félagsins, á árinu 2014 samkvæmt skýrslu stjórnar.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að launagreiðslur til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra félagsins, hafi numið um 264 þúsund dollurum á síðasta ári. Miðað við meðalgengi dollars gagnvart íslenskri krónu gera það um 2,7 milljónir að meðaltali á mánuði.