Atlantic Airways hefur keypt til sín þyrlu, og hefur nú fjórar slíkar á sínum snærum. Þyrlan er af gerðinni AW-139 og kemur frá AugustaWestland-verksmiðjum úti fyrir Mílanóborg.

Þyrlan fór í framleiðslu á síðasta ári og er sú 129. í röðinni sem er framleidd í téðum verksmiðjum. Mikil spurn er eftir þyrlum af þessu tagi, en AugustaWestland er með verkefni fram til 2011.

Atlantic notar þyrlurnar fyrst og fremst til innanlandsflugs í Færeyjum. Um 2-3% veltu fyrirtækisins kemur frá þyrluflugi.