Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er á íslenska hlutabréfamarkaðinn,  heldur hagnaðarspá sinni fyrir árið 2008 sem birtist í síðustu árskýrslu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Heilt yfir telur Atlantic Airways að aðstæður í íslensku efnahagslífi  hafi lítil áhrif á rekstur þess.

Ekki er talið að veiking krónu hafi veruleg áhrif á reksturinn því tekjur flugfélagsins eru fyrst og fremst í dönskum krónum, evrum og dollurum.

Gangur efnahagslífsins í Evrópu og Norðurlöndunum mun hafa áhrif á horfur fyrir árið 2009.

Fréttaveitan Dow Jones greinir frá.