Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphöll Íslands hefur selt eina af þyrlum sínu af gerðinni Bell 212 til Air Greenland.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að sala þyrlunnar er hluti af endurnýjun í flugflota félagsins.

Bell 212 þyrlan, sem smíðuð er árið 1975, hefur mestmegnis sinnt innanlandsflugi í Færeyjum en félagið mun nú nota Bell 412 þyrlu til innanlandsflugs.

Fram kemur í tilkynningunni að Bell 212 þyrlan var í leigu á Grænlandi í sumar en Air Greenland á þegar nokkrar slíkar og bætir nú einni við.

Þá kemur fram í tilkynningunni salan mun auka lausafé félagsins en mun ekki hafa áhrif á niðurstöðu ársreikninga fyrir árið 2008.