Leðurgerðin Atlantic Leather á Sauðárkróki, sem framleiðir leður úr fiskroði, hefur verið úrskurðuð gjaldþrota. Fjórtán manns störfuðu hjá fyrirtækinu og hafa þeir nú misst vinnuna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Stefán Ólafsson, lögmaður hjá Pacta lögmönnum á Blönduósi, hefur verið skipaður skiptastjóri. Í samtali við Morgunblaðið segir hann kröfuhafa vera marga en hluthafar og Landsbankinn væntanlega stærstir. Segir hann fyrirtækið skulda innan við 150 milljónir króna.

Fjallað var um starfsemi Atlantic Leather í Viðskiptablaðinu í sumar.