Stjórn Atlantic Petroleum hefur samþykkt að auka hlutafé um allt að 165 þúsund hluti í lokuðu útboði á genginu 550 danskar krónur á hlut, markaðsvirði hlutarins er því 90,75 milljónir danskra króna (1,1 milljarður króna), segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stjórn fyrirtækisins samþykkti hlutafjáraukninguna 21. september, með það að markmiði að styrkja hluthafahópinn og auka við vöxt fyrirtækisins. Hlutafjáraukningin samsvarar um 17% af núverandi hlutafé fyrirtækisins á genginu 550 danskar krónur á hlut.

Reiknað er með að útboðið fari fram í dag og standa dönskum fagfjárfestum bréfin til boða. Eik Bank A/S, sem er í eigu P/F Føroya Sparikassi, mun sjá um útboðið.