Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur aukið við brúarlán sitt um 100 milljón danskra króna (1,6 milljarðar íslenskra króna). Brúarlánið nemur orðið 270 milljónum danskra króna,  að því er fram kemur í  tilkynningu til Kauphallarinnar.

Viðbótarláninu verður varið til frekari leitar og úttektar á Chestnut- og Ettrick-svæðunum.

Lánið á greiða til baka við lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs.  Lánveitendur eru hinir færeysku Eik Banki [ FO-EIK ] og Föroya banki [ FO-BANK ], sem báðir eru skráðir í Kauphöll Íslands.

Atlantic Petroleum stefnir að hlutafjáraukningu á árinu.