Atlantic Petroleum framleiddi aðeins 40 þúsund tunnur í ágústmánuði. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar. Þetta er minnsta framleiðsla í einum mánuði eftir að félagið hóf að tilkynna um framleiðslu hvers mánaðar snemma árið 2010. Ástæðan er annars vegar áframhaldandi vandkvæði við framleiðslu á Chestnut-svæðinu sem reiknað er með að komist í samt lag í þessum mánuði. Framleiðsla við Ettrick var hætt um sjö daga skeið þar sem tengingu við Blackbird var komið á. Sú aðgerð tókst vel.