Ben Arabo, forstjóri Atlantic Petroleum.
Ben Arabo, forstjóri Atlantic Petroleum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Færeyska olíufyrirtækið Atlantic Petroleum framleiddi 59 þúsund tunnur í júlímánuði, eða 1.903 tunnur að meðaltali á dag. IFS Greining fjallar um málið í Morgunpósti sínum í dag. Vinnsla á Chestnut-svæðinu er enn undir fullri afkastagetu, en ætti að komast á fullt ról í ágúst. Í Morgunpósti kemur fram að í mánuðinum verður vatnsinnspýtingarkerfi komið í lag á Chestnut-svæðinu.

Þá berast öllu betri fréttir af fyrirhuguðum framkvæmdum við Blackbird-svæðið eftir að yfirvöld gáfu grænt ljós á framleiðsluna þar. Framleiðsla mun að öllum líkindum hefjast seint á þessu ári, en ekki á fyrsta ársfjórðungi 2012 eins og áður var talið. Félagið á 9,4% hlut í svæðinu, sem verður þriðja tekjulind félagsins.