Færeyska olíufyrirtækið Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina hér á landi, framleiddi um 96 þúsund tunnur af olíu í desember á Chestnun og Ettick svæðunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en fyrrnefnd svæði er nú farin að gefa góða framleiðslu hjá félaginu sem framleiddi um 967 þúsund tunnur á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum félagsins.