Hlutabréf færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum seldust á genginu 140 norskar krónur á hlut, jafnvirði 2.681 íslenska krónu á hlut, og nemur söluandvirðið á bilinu 147 til 169 milljónum norskra króna, 2,8 til 3,2 milljarða íslenskra. Stefnt er að skráningu hlutabréfa olíuleitarfélagsins í norsku kauphöllina á morgun.

Hlutabréf Atlantic Petroleum voru skráð í Kauphöllina hér á landi í júní árið 2005 og var þetta fyrsta erlenda félagið til að fara á markað hér á landi. Þau eru jafnframt á markaði í Danmörku. Stjórn olíuleitarfélagsins óskaði eftir afskráningu hér um miðjan nóvember enda stefnan sett á að tvíhliða skráningu í Noregi og Danmörku.

Gengi hlutabréfa Atlantic Petroleum stendur í 145 dönskum krónum á hlut í Kauphöllinni Íslands. Það er ívið hærra en bréfin seldust í útboðinu í Noregi eða sem svarar 163 norskum krónum á hlut miðað við innlenda gengisskráningu.