Atlantic Petroleum hagnaðist um  tæpar þrjár miljónir danskra króna á öðrum ársfjórðungi á móti 35 miljóna tapi á sama tímabili í fyrra. Félagið er ekki enn farið að afla sér tekna vegna olíuvinnslu en hagnaðurinn skýrist af af óinnleystum gengishaganði vegna breytinga gagnvart breska pundinu. Tap Atlantic Petroleum á fyrri helmingi ársins nam um 31,4 milljónum danskra króna á móti 39 milljónum á sama tímabili árið áður. Fram kemur í tilkynningu félagsins að tapið á fyrri helmingi ársins sé í takt við áætlanir.

Í tilkynningu félagains kemur fram að stjórnendur þess geri ráð fyrir að vinnsla olíu á Chestnut-svæðinu muni hefjast á þessum fjórðungi og vinnsla á Ettric-svæðinu geti hafist undir lok ársins en hafi ekki mikil áhrif á afkomu félagsins í ár. Vegna hækkandi olíuverðs muni þessi svæði skila félaginu umtalsverðum tekjum sem verði nýttar til frekari vaxtar.