Atlantic Petroleum var með hlutafjár útboð dagana 15.-29. júní sem fór ekki eins og best var á kosið, segir greiningardeild Kaupþings banka. Í útboðinu var stefnt að selja 54.550 til 369.989 hluti að nafnvirði 100 danskar krónur en niðurstaða var að 220.752 hlutir voru skráðir.

Útboðsgengið var 550 danskar krónur, markaðsvirði hlutarins því 121 milljón danskar krónur (1,6 milljarðar íslenskra króna).

Greiningardeildin segir að félagið hafði vonast eftir að afla 28 milljónum til 200 milljónum danskra króna í útboðinu en niðurstaðan er engu að síður fjórum sinnum betri en lágmarks upphæðin sem stefnt var að.

?Nýja fjármagnið gerir félaginu kleift að fjármagna kostnað vegna þróunar á breska olíusvæðinu Ettrick. Að auki mun það útvega viðbótarfjár til að fjármagna hugsanlegar yfirtökur," segir greiningardeildin.

Um 350 nýir hluthafar komu inn í félagið en 63% hins nýja hlutafjár var til komið vegna forkaupsréttar.